Frá fjárlaganefnd Alþingis; Fundur með sveitarstjórnum haustið 2015

Málsnúmer 201509089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Tekið fyrir erindi frá fjárlaganefnd Alþings, dagsett þann 10. september 2015, þar sem fjárlaganefnd býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. Fundardagar eru áætlaðar fyrir hádegi 23. september, 5., 7., og 9. október. Auk þess er gert ráð fyrir fjarfundum eftir hádegi 9. október. Mælt er með að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulagið. Hverjum fundi eru ætlaðar 15 til 20 mínútur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri reyni að fá fund með nefndinni fyrir hádegi 23. september n.k.