Byggðaráð

660. fundur 11. apríl 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka; Aðalfundarboð.

Málsnúmer 201304014Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsettur þann 5. apríl 2013, þar sem boðað er til aðalfundar Náttúruseturs á Húsabakka fimmtudaginn 18. apríl kl. 16:00 að Rimum.




Byggðarráð  samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Valdísi Guðbrandsdóttur að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði áfram fulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórninni.

2.Frá Tækifæri ehf.; Aðalfundur Tækifæris 2013.

Málsnúmer 201304023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Tækifæris hf., dagsett þann 4 apríl 2013, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. föstudaginn 19. apríl n.k. að 3. hæð Strandgötu 3, Akureyri, og hefst fundurinn kl. 14:00.
Byggðarráð  samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Jóhanni Ólafssyni að sækja fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

3.Frá Símey; Ársfundur Símeyjar 2013.

Málsnúmer 201303197Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá framkvæmdastjóra SÍMEY, dagsett þann 13. mars 2013, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar árið 2013 miðvikudaginn 10. apríl s.l. kl. 14:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Sveitarstjóri sótti fundinn í gær sem stjórnarmaður og fundarstjóri og gerði sveitarstjóri grein fyrir fundinum.
Lagt fram.

4.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 201303213Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 26. mars 2013, þar sem upplýst er að á aðalfundi lánasjóðsins þann 15. mars s.l. var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2012. Hlutur Dalvíkurbyggðar er 1,347% og aðgreiðsla nemur því kr. 5.495.760; að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti kemur þá kr. 4.396.608 til greiðslu.
Lagt fram til kynningar.Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 er gert ráð fyrir arðgreiðslu að frádregnum fjármagnstekjuskatti að upphæð kr. 5.124.000, sbr. árið 2012.  Mismunurinn er því um 727 þ.kr. lægri arðgreiðsla en gert er ráð fyrir.

5.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; 6. fundargerð.

Málsnúmer 201211045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 6. fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. apríl 2013.

6.Frá innanríkisráðuneytinu; Alþingiskosningar 2013; kjörskrá.

Málsnúmer 201304027Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá innanríkisráðuneytinu, dagsettur þann 9. apríl 2013, þar sem fram kemur að ráðuneytið vill minna sveitarfélög á að kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugardaginn 27. apríl 2013 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 17. apríl 2013.

Á fundinum var lögð fram kjörskrá fyrir Dalvíkurbyggð.
Samkvæmt fullnaðarumboði frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir byggðarráð framlagða kjörskrá samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Frá innanríkisráðuneytinu; Greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2013.

Málsnúmer 201304001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 2. apríl 2013, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að greiða fyrir þátt sveitarfélaganna í alþingiskosningum sem fram eiga að fara 27. apríl 2013 þannig að greitt er fyrir hvern kjósanda á kjörskrá kr. 550 og fyrir hvern kjörstað kr. 410.000.

Lagt fram til upplýsingar.

8.Húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201303172Vakta málsnúmer

Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 gerðu sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs byggðarráði grein fyrir vangaveltum varðandi húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

Hluti af þeim vangaveltum var hvort skoða á þann möguleika að Eining-Iðja hefur sett eignarhluta sinn í Ráðhúsi Dalvíkur á söluskrá.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að gera tilboð, með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar,  í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur í samræmi við umræður á fundinum

9.Frá umhverfis- og tæknisviði; framkvæmdir á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201304015Vakta málsnúmer


Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt frá umsjónarmanni fasteigna, dagsett þann 10. apríl 2013, er varðar þær tillögur og hugmyndir að framkvæmdum á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu á árinu 2013.

a) Skilrúm vegna skrifstofu á félagsmálasviði og skipta um gólfefni, kr. 540.000.
b) Skipta um gólfefni á gangi félagsmálasviðs, kr. 275.000.
c) Loka hurðargati á milli eignarhluta Dalvíkurbyggðar og Einingar-Iðju, kr. 50.000.
d) Breytingar á skrifstofum umhverfis- og tæknisviðs á 2. hæð vegna breytingar á starfsemi og flutninga á vinnustöðvum, kr. 740.000.
e) Breytingar í þjónustuveri á 1. hæð; biðstofurými, kr. 568.000.

Alls kr. 2.173.000. Í fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir kr. 1.330.000 vegna viðhalds á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar. Því vantar kr. 843.000 til þess að fjármagna breytingar skv. ofangreindu. Óskað er eftir kr. 940.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar framkvæmdir og viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að upphæð kr. 940.000 við deild 31.

10.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2012; framlagning ársreiknings.

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi KPMG, Guðmundur St. Jónsson, forseti sveitarstjórnar, Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.
Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs boðaði forföll.

Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2012.

Eyrún vék af fundi kl. 09:45 til annarra starfa.
Jóhann vék af fundi kl. 10:00 til annarra starfa.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um kr. 1.734.000, áætlun með viðauka gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöður að upphæð kr. - 13.238.000.
Rekstrarniðurstaða samantekið A- og B- hluta var jákvæð um kr. 42.810.000 en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 51.754.000.

Handbært fé frá rekstri var kr. 236.709.000 fyrir A- og B- hluta en áætlun gerði ráð fyrir kr. 210.621.000.
Fjárfestingar fyrir A- og B- hluta voru kr. 155.561.000 og söluverð rekstrarfjármuna var kr. 84.056.000.
Veltufjárhlutfallið var 1,05.
Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok kr. 885.999.000 en í árslok 2011 voru þær kr. 1.021.162.000.
Ekkert lán var tekið á árinu 2012. Skuldahlutfall er 86,8% fyrir samantekið A- og B- hluta, þegar tekið hefur verið tillit til lífeyrisskuldbindinga sem eru til greiðslu eftir 2027.


Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.

Þorsteinn G., Guðmundur St., Þorsteinn og Eyrún viku af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða mð 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2012 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

11.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Samningur um símakerfi í Íþróttamiðstöð.

Málsnúmer 201304016Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að þjónustusamningi á milli Símans og Dalvíkurbyggðar um símavist fyrir Íþróttamiðstöðina; deild 06-50.

Gildistími samningsins er 3 ár og hægt er að segja upp samningnum með 6 mánaðar fyrirvara.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samningi.

12.Frá sveitarstjóra; Stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum.

Málsnúmer 201304018Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi.

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þetta mál varðar.

Til umræðu stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi auglýsingasamningur á milli Norðurslóðar og Dalvíkurbyggðar frá apríl 2010 þar sem samið var um að byggðamerki Dalvíkurbyggðar birtist í hverju tölublaði Norðurslóðar í tólf skipti á ári gegn kr. 30.000 árgjaldi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

13.Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201302067Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa, bréf dagsett þann 4. apríl 2013, þar sem fram kemur m.a. eftirfarandi:
a) Lagt er til að staðsetning upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar verði staðsett í Íþróttamiðstöðinni, í ljósi breyttra forsenda frá 656. fundi byggðarráðs.
b) Óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í 100% starf frá 15. maí - 15. ágúst 2013 við Íþróttamiðstöðina og yrði starfssvið viðkomandi aðallega Upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið.
c) Vegna b. liðar hér að ofan og til kaupa á bæklingastöndum er óskað eftir kr. 1.500.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
d) Með fundarboði byggðarráðs fylgdi einnig tillaga að ramma og umgjörð fyrir starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og óskað er eftir staðfestingu á þeirri tillögu.

Margrét vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum liði a), b)  og d).Hvað varðar lið c), beiðni um viðauka, þá samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á þeim lið og óskar eftir að skoðað verði enn frekar á árinu hvort ekki sé svigrúm í fjárhagsramma málaflokksins og deildar 13-70 fyrir þessum kostnaði. Óskar Óskarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:57.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs