Frá innanríkisráðuneytinu; Greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2013.

Málsnúmer 201304001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 660. fundur - 11.04.2013

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 2. apríl 2013, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að greiða fyrir þátt sveitarfélaganna í alþingiskosningum sem fram eiga að fara 27. apríl 2013 þannig að greitt er fyrir hvern kjósanda á kjörskrá kr. 550 og fyrir hvern kjörstað kr. 410.000.

Lagt fram til upplýsingar.