Frá sveitarstjóra; Stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum.

Málsnúmer 201304018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 660. fundur - 11.04.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi.

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þetta mál varðar.

Til umræðu stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi auglýsingasamningur á milli Norðurslóðar og Dalvíkurbyggðar frá apríl 2010 þar sem samið var um að byggðamerki Dalvíkurbyggðar birtist í hverju tölublaði Norðurslóðar í tólf skipti á ári gegn kr. 30.000 árgjaldi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

Byggðaráð - 661. fundur - 18.04.2013

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11. apríl s.l. samþykkti byggðarráð að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

Á fundi byggðarráðs lagði sveitarstjóri fram minnisblað með hugmyndum sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa hvað ofangreint varðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela  sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við það sem kynnt var og rætt á fundinum.

Byggðaráð - 680. fundur - 24.10.2013

Kristján E. Hjartarson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11. apríl s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB blaðið.
Byggðarráð samþykktir með 2 atkvæðum drög að auglýsingasamningum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Á 250. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar staðfesti sveitarstjórn samþykkt byggðaráðs á samningi um auglýsingar í heimamiðlum fyrir árið 2014 en samningurinn komst ekki til framkvæmda.
Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að safna saman gögnum fyrir næsta fund ráðsins miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Á 7. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Á 250. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar staðfesti sveitarstjórn samþykkt byggðaráðs á samningi um auglýsingar í heimamiðlum fyrir árið 2014 en samningurinn komst ekki til framkvæmda.



Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að safna saman gögnum fyrir næsta fund ráðsins miðað við umræður á fundinum.



Á fundinum kynntu Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs þær upplýsingar sem aflað hefur verið á milli funda.
Atvinnumála- og kynningarráð telur ekki þörf á að gera sérstaka auglýsingasamninga við heimamiðla. Ekki eru fordæmi fyrir slíkum samningum í öðrum sveitarfélögum svo vitað sé til eftir könnun sem var gerð.



Tölur hér að neðan sýna þróunina síðustu tvö árin:



2013 2014

Norðurslóð 544.499
616.812

DB blaðið 416.590
676.900

N4
577.958
486.293

Heildarkostnaður 5.147.199 6.471.116

vegna auglýsinga

og kynningastarfs