Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar; drög að tillögu.

Málsnúmer 201302067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 656. fundur - 21.02.2013

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Með fundarboði fylgdi drög að skilgreiningu fyrir starfsemi upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar unnin af upplýsingafulltrúa í samráði við sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóra, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns.

Tilgangurinn er að ramma inn hlutverk upplýsingamiðstöðvarinnar og fyrirkomulag á starfseminni.

Einnig fylgdu með drög að kostnaðaráætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir að ráða starfsmann í bókasafnið yfir sumarið til þess að starfa í upplýsingamiðstöðinni þar.

Upplýsingafulltrúi kynnti ofangreint.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við ofangreint.

Byggðaráð - 660. fundur - 11.04.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa, bréf dagsett þann 4. apríl 2013, þar sem fram kemur m.a. eftirfarandi:
a) Lagt er til að staðsetning upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar verði staðsett í Íþróttamiðstöðinni, í ljósi breyttra forsenda frá 656. fundi byggðarráðs.
b) Óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í 100% starf frá 15. maí - 15. ágúst 2013 við Íþróttamiðstöðina og yrði starfssvið viðkomandi aðallega Upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið.
c) Vegna b. liðar hér að ofan og til kaupa á bæklingastöndum er óskað eftir kr. 1.500.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
d) Með fundarboði byggðarráðs fylgdi einnig tillaga að ramma og umgjörð fyrir starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og óskað er eftir staðfestingu á þeirri tillögu.

Margrét vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum liði a), b)  og d).Hvað varðar lið c), beiðni um viðauka, þá samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á þeim lið og óskar eftir að skoðað verði enn frekar á árinu hvort ekki sé svigrúm í fjárhagsramma málaflokksins og deildar 13-70 fyrir þessum kostnaði. Óskar Óskarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:57.

Byggðaráð - 681. fundur - 07.11.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá verkefnahópi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar; upplýsingafulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Með tilvísun í bókun og afgreiðslu byggðarráðs frá 660. fundi er gert grein fyrir í minnisblaðinu starfsemi Upplýsingamiðstöðvar og tillögur varðandi rekstur hennar í framhaldinu. Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir að Upplýsingamiðstöðin verði með óbreyttu sniði nema að gert er ráð fyrir starfsmanni á deild 13-70 í 100% starfi yfir sumarið í stað deild 06-50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar verði í Bergi frá og með 1.1.2014 og að starfsmaður upplýsingamiðstöðvar heyri undir fjármála- og stjórnsýslusvið.Jafnframt samþykkir byggðarráð með 3 atkvæðum að hugað verði að því að útvista rekstri á tjaldsvæðinu á Dalvík.