Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125, frá 30.06.2023.

Málsnúmer 2306011F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1073. fundur - 06.07.2023

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Liður 16 er sér liður á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fara í viðhald á inntaki fyrir heitt og kalt vatn við fasteignina Ránarbraut 1, Dalvík.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að farið verði í viðhald á inntaki fyrir heitt og kalt vatn við fasteignina að Ránarbraut 1.
  • Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samráði við ÍSOR að sækja um styrk til jarðhitaleitar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sótt verði um styrk í samráði við ÍSOR til jarðhitaleitar.
  • Veitu- og hafnarráð tók málið fyrir á 123.fundi sínum þann 5.apríl sl. og var eftirfarandi bókað:
    "Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
    Á 1064.fundi byggðaráðs þann 13.apríl var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí."
    Íbúafundur var haldinn 3.maí í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðaráð að skoðað verði að bjóða út réttindi til virkjunar Brimnesár. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta ofangreindu máli.
  • Norðursigling sækir um að setja upp svokallaðan "sendiherra" á höfninni á Árskógssandi, helst hjá Hríseyjarferjunni. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu - og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum að leyfa Norðursiglingu að setja upp sendiherra við norðurgarð á höfninni á Árskógssandi í sínu nærumhverfi. Veitu- og hafnaráðs áréttar að þessi framkvæmd er byggingaleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og heimildar Norðursiglingu að setja upp sendiherra við Norðurgarð á höfnunni á Árskógssandi með fyrirvara um byggingaleyfi frá byggingafulltrúa.