Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Kostnaðaráætlun við verkið er kr. 1.037.022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur
sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Kostnaðaráætlun við verkið er kr. 1.037.022.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við
fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð frestar afgreiðslu erindissins og óskar jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6. fundur - 03.02.2023

Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu.Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Sveinn Torfason og Atli Þór Friðriksson viku af fundu kl 08:40

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 7. fundur - 03.03.2023

Borið undir atkvæði um að setja á dagskrá mál nr. 6. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gangnamannafélags Sveinstaðaafréttar um leigu á Stekkjarhúsi ásamt bragga í Sveinsstaðaafrétt. Samningstíminn er 4 ár frá og með 1. apríl nk.

Byggðaráð - 1073. fundur - 06.07.2023

Á 7. fundi sveitarstjórnar þann 23. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað: "Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gangnamannafélags Sveinstaðaafréttar um leigu á Stekkjarhúsi ásamt bragga í Sveinsstaðaafrétt. Samningstíminn er 4 ár frá og með 1. apríl nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeidlar, dagsett þann 30. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.126.348 á deild 31450-4610 vegna endurbóta á þaki og klæðingu samkvæmt erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023,viðauki nr. 26 að upphæð kr. 1.126.348 á lið 31450-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.