Frá Orkusölunni ehf.; Upprunaábyrgðir vegna raforku.

Málsnúmer 202307004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1073. fundur - 06.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 30. júní 2023 þar sem fram kemur að frá og með 1.1.2023 fylgja upprunaábyrgðir ekki sjálfkrafa með kaupum á raforku. Það helgast af ákvörðun Landsvikjunnar að selja upprunaábyrgðir frekar á sérstökum markaði í stað þess að afhenda með sinni heildsölu.

Í kjölfar breytinganna þurfa viðskiptavinir Orkusölunnar að taka ákvörðun um hvort þeir vilji kaupa raforku með upprunaábyrgðum. Viðskiptavinir Orkusölunnar eru hvattir til að taka meðvitaða ákvörðun og kynna sér vel þau tækifæri sem eru í boði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Á 1073.fundi byggðaráðs þann 6.júlí sl. var tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 30. júní 2023 þar sem fram kemur að frá og með 1.1.2023 fylgja upprunaábyrgðir ekki sjálfkrafa með kaupum á raforku. Það helgast af ákvörðun Landsvikjunnar að selja upprunaábyrgðir frekar á sérstökum markaði í stað þess að afhenda með sinni heildsölu. Í kjölfar breytinganna þurfa viðskiptavinir Orkusölunnar að taka ákvörðun um hvort þeir vilji kaupa raforku með upprunaábyrgðum. Viðskiptavinir Orkusölunnar eru hvattir til að taka meðvitaða ákvörðun og kynna sér vel þau tækifæri sem eru í boði. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Upprunaábyrgðir eru staðfesting á að ákveðið magn rafmagns hafi verið framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
https://www.orkusalan.is/stud/upprunaabyrgdir/upprunaabyrgdir-orkusalan

https://www.orkusalan.is/stud/upprunaabyrgdir/vilt-thu-kaupa-upprunaabyrgd
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til skoðunar í vinnuhópi sveitarfélagsins um Loftlagsstefnu.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Erindið var tekið fyrir á 12.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8.september sl. og eftirfarandi var bókað: Lagt fram til kynningar og vísað áfram til skoðunar í vinnuhópi sveitarfélagsins um Loftlagsstefnu.
Lagt fram til kynningar.