Byggðaráð

1063. fundur 29. mars 2023 kl. 14:00 - 16:33 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs;Innleiðing laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna - kynning á stöðu verkefnisins

Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna."

Eyrún og Gísli gerðu grein fyrir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.

Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:35.
Byggðaráð þakkar sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnu- og kynningarmál 2023

Málsnúmer 202303179Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 14:36. Til umræðu atvinnumál og kynningarmál sveitarfélagsins almennt og þau verkefni sem eru á starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Silja Dröfn kynnti samantekt sína hvað varðar verkefni það sem af er árs, í gangi og þau sem eru framundan.

Silja Dröfn vék af fundi kl. 15:08.

Byggðaráð þakkar þjónustu- og upplýsingafulltrúa fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra;Umsókn vegna rekstrarleyfis gistingar í flokki II á Ægisgötu 7

Málsnúmer 202303082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 10. mars 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Ægisgötu 7, 621. Dalvík.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á umsögnum frá Slökkviliðsstjóra og Byggingafulltrúa. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Leigusamningur um félagsheimilið að Rimum og Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 202105070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:15.

Til umræðu gerð leigusamnings við Í Tröllahöndum ehf. vegna Rima og Sundskála Svardæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja drög að leigusamningum fyrir næsta fund byggðaráðs.

5.Frá framkvæmdasviði;Krílakot - Endurnýjun á klæðningu á elsta hluta hússins - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202206050Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 15:35.

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, dagsett þann 27. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna einangrunar á útveggjum Krílakots.
Verkið var boðið út í mars. Tvö tilboð bárust í verkið og bæði yfir uppfærðri kostnaðaráætlun. Lagt er til að tilboði Tréverk hf., lægstbjóðanda sé tekið, og að áætlun 31120 vegna viðhalds fasteigna og leiguhúsnæðis á Krílakoti verði hækkaður úr kr. 23.250.000 í kr. 28.500.000 eða um kr. 5.295.000. Gert var ráð fyrir kr. 18.000.000 á fjárhagsáætlun í þennan verkþátt. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:42.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið - og vísar þessum lið til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 5.295.000, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
c) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, að skoða hvar er hægt að fresta viðhaldi á móti viðaukanum á Krílakoti.

Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

6.Frá forstöðumanni safna; Þjónustukönnun bókasafnsins - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202301117Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:49.

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna, Björk Hólm Þorsteinsdóttur, dagsett þann 22. mars 2023, þar sem vísað er í afgreiðslu sveitarstjórnar frá 14. febrúar sl, þar sem til umfjöllunar var breyttur opnnartími Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Samþykkt var sú tillaga að opnunartími Menningarhússins Bergs verði kl. 11:00 til kl. 17:00. Eftir að hafa skoðað hvernig er hægt að útfæra þessa breytingu með sem minnstu raski á starfstíma núverandi starfsmanna á Bókasafni liggur fyrir að tímar þurfa að vera 5 talsins en ekki 4 eins og var metið í fyrstu tillögu. Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 860.681 við deild 05210 vegna launa til áramóta. Forstöðumaður safna leggur til að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05320-4390.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 16 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að laun á deild 05210 hækki um kr. 860.681 og liður 05320-4390 lækki um sömu fjárhæð á móti.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá SÍMEY; Ársfundur - fundarboð

Málsnúmer 202303129Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá SÍMEY, dagsettur þann 21. mars 2023, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 26. apríl kl. 14:00 á Akureyri. Kjörbréf fylgir fundarboði. Í kjörbréfi dagsettu þann 13. mars 2023 kemur fram að í stjórninni eru 7 aðilar til tveggja ára í senn og sjö til vara. Þeir eru tilefndir af menntastofnunum, stéttarfélögum, atvinnurekendum, Akureyrarbæ og sveitarfélögum við Eyjafjörð.Óskað er eftir að stofnaðili tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn SÍMEY:

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja ársfundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu Grýturbakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður.

8.Aðalfundur Moltu ehf. 2023 - fundargerð og ársreikningur

Málsnúmer 202303108Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir aðalfundargerð Moltu ehf. frá fundi 15. mars 2023 ásamt ársreikningi Moltu ehf. fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023, fundur 16.03.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 16. mars 2023.
Einnig upplýstu sveitarstjóri og fjármála- og stjórnsýslusviðs byggðaráð um fund með nefnd Krílakots um styttingu vinnuvikunnar þann 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis;til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)

Málsnúmer 202303085Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 9. mars 2023, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði AlþingisM frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir

Málsnúmer 202303092Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 8. mars 2023, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis;Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra

Málsnúmer 202303084Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 9. mars 2023, Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál.Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis;Til umsagnar 795. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202303083Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 9. mars 2023, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar SSNE 2023, nr, 48, nr.49 og nr. 50.

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNE nr. 48-50, frá 10. febrúar, 1. mars og 15. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga;Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins

Málsnúmer 202303195Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 23. mars sl., þar sem meðfylgjandi er tillaga kjörnefndar á fulltrúa í stjórn Sambandsins.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Sambandsins 2023, fundargerð nr. 920.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 920. frá 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:33.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs