Leigusamningur um félagsheimilið að Rimum og Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 202105070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1063. fundur - 29.03.2023

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:15.

Til umræðu gerð leigusamnings við Í Tröllahöndum ehf. vegna Rima og Sundskála Svardæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja drög að leigusamningum fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 1068. fundur - 11.05.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, kl. 14:15.

Á 1063. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:15. Til umræðu gerð leigusamnings við Í Tröllahöndum ehf. vegna Rima og Sundskála Svardæla.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja drög að leigusamningum fyrir næsta fund byggðaráðs."
Sjá næsta mál á dagskrá; mál 202304074.