Innleiðing laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202206109

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 273. fundur - 14.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu þætti varðandi frumvarp varðandi samþættingu á þjónustu við börn.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 277. fundur - 14.12.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar. Búið er að mynda innleiðingarhóp fyrir frumvarpið og stendur sú vinna vel.

Fræðsluráð - 280. fundur - 08.03.2023

Ágústa, Guðrún Halldóra, Kristín Magdalena og Gunnar Njáll fóru af fundi.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1063. fundur - 29.03.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna."

Eyrún og Gísli gerðu grein fyrir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.

Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:35.
Byggðaráð þakkar sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar.
Leikskólafólk fór af fundi kl. 10:00