Ungmennaráð - heimsókn á fund byggðaráðs

Málsnúmer 202211038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar; Lárus Anton Freysson, Íris Björk Magnúsdóttir, Íssól Anna Jökulsdóttir, Fannar Nataphum Sigurbjörnsson og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:17.

Á 36. fundi Ungmennaráðs þann 4. nóvember sl. var til umfjöllunar verkefni ráðsins. Fram kom að ráðið óskar eftir fundi með sviðsstjórum Dalvíkurbyggðar til að kynna sínar áherslur og minna á mikilvægi ráðsins. Einnig óskar ráðið eftir því að fá að koma inn á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að kynna áherslur og mikilvægi ráðsins.

Lárus Anton, Íris Björk, Ísól Anna, Fannar Nataphum, Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 16:48.
Byggðaráð þakkar fulltrúum Ungmennaráðsins kærlega fyrir heimsóknina og góðar umræður.