Byggðaráð

1039. fundur 27. september 2022 kl. 13:15 - 16:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; samráð og samskipti árið 2022

Málsnúmer 202209025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði frá Félagi eldri borgara Helga Mattína Björnsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg, og Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi frá HSN kl. 13:19.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, boðaði forföll.

Á síðasta og 4. fundi Öldungaráðs þann 9. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"202103036 - Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.
b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.

Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar."

Til umræðu ýmis mál er varðar málefni eldri borgara í sveitarfélaginu, bæði eldri mál og ný.


Helga Mattína, Kolbrún, Auður og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð þakkar fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður.
Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst.
Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með Öldungaráði.

2.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:05.
Freyr Antonsson, vék af fundi kl. 14:05, undir þessum lið vegna vanhæfis.

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses, rafpóstur dagsettur þann 15. júní 2022, þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi í Menningarhúsinu Bergi. Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið sem gestur kl. 13:54. Freyr vék af fundi kl. 14:26. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum frá Menningarfélaginu Bergi ses og fá m.a. minnisblað framkvæmdastjóra Bergs ses og forstöðumanns safna til Menningarfélagsins. Einnig að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að taka saman möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokksins 05. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ýmis gögn til að varpa ljósi á þá vinnu sem hefur farið fram á undanförnum árum um framtíðarfyrikomulag á rekstri og skipulagi Menningarhússins Bergs ásamt gildandi samningum á milli aðila.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumaður safna fóru yfir þá kosti sem eru í stöðunni varðandi möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokks 05 vegna aðkomu sveitarfélagsins.

Freyr Antonsson kom inn á fundinn sem gestur kl. 14:30.

Björk Hólm vék af fundi kl.14:47.
Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 14:47.
Freyr Antonsson vék af fundi kl. 14:47.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að farið verði í formlegar viðræður við stjórn Menningarfélagsins Bergs ses að Dalvíkurbyggð taki yfir rekstur Menningarhússins Bergs. Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra, nú tímabundið sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að óska eftir fundi við stjórn Bergs um ofangreint. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis en tók þátt í umfjöllun að hluta sem gestur."

Með fundarboði byggðráðs fylgdi fundargerð frá fundi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd Dalvíkurbyggðar með formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses og Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra. Fundurinn var haldinn 21. september sl. Á fundindum var farið yfir tillögur stjórnar Bergs að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins, ýmis gögn og upplýsingar sem liggja fyrir og/eða þarf að afla og næstu skref.


Lagt fram til kynningar

3.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - ágúst 2022.

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn:
Staða bókhalds í samanburði við áætlun janúar - ágúst 2022.
Staða stöðugilda í samanburði við heimildir janúar - ágúst 2022.
Staða launakostnaðar í samanburði við heimildir janúar - ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá umhverfisráði 2022 þann 05.09.2022; Hugmyndakassi um umhverfismál

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi kl. 14:45 til annarra starfa.

Á 375. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð leggur til að fundin verði lausn til að auðvelda íbúum að koma hugmyndum á framfæri við sveitarfélagið.Umhverfisráð vill styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Umhverfisráð vísar málinu til Byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til UT-teymis sveitarfélagsins.

5.Frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni og Atla Þór Friðrikssyni; Svara óskað við ýmsum spurningum og athugasemdum

Málsnúmer 202209092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni og Atla Þór Friðrikssyni, rafpóstur dagsettur þann 20. september sl. þar sem óskað er svara við eftirfarandi spurningum og athugasemdum:

1. Hvað hefur verið gert til að tryggja 5 daga mokstursþjónustu í dreifbýli þegar þörf krefur eins og núverandi meirihluti lofaði ?

2. Vatnsöflun utan þjónustusvæðis Dalvíkur er knýjandi verkefni sem þarf skjóta lausn og nú bendum við á að tæki til borunar eftir volgu vatni virðist vera á leiðinni til Dalvíkur nú í haust. Fram í Skíðadal og Svarfaðardal er knýjandi þörf nánast á hverjum bæ eftir betra neysluvatni, bæði fyrir menn og skepnur og þörfum fyrir góðu neysluvatni mun meiri en einhverjum volgum dropum upp á yfirborðið. Að okkar mati er þetta verkefni skylda sveitarfélagsins að vinna nú þegar að úrbótum.

3.Fundargerðir innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar þar með taldar nefndir og ráð eru óboðlegar og nánast óskiljanlegar, allir eiga rétt á skýrum og skiljanlegum fundargerðum.

Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

6.Frá Steypustöðinni Dalvík ehf.; Ósk um kaupleigu á Böggivisstaðaskála

Málsnúmer 202209082Vakta málsnúmer


Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss.

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar."

Á 11. afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 18. febrúar sl. var umsókn um leyfi til niðurrifs á Böggvisstöðum 2/ Böggvisstaðaskála samþykkt.





Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Undirbúningur fyrir fund með þingmönnum 03.10.2022

Málsnúmer 202209097Vakta málsnúmer

Til umræðu undirbúningur fyrir fund með þingmönnum kjördæmisins 3. október 2022 og þau mál sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar ætla að taka upp.
Lagt fram til kynningar

8.Frá Björgunarbátasjóð Norðurlands; Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri.

9.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins

Málsnúmer 202209091Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 20. september 2022, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur til að sækja um stofnframlög ríkisins er til 16. október nk. Samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum mun að minnsta kosti fjórðungur þess fjármagns sem kemur til úthlutunar renna til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Tillaga kjörnefndar að stjórn sambandsins 2022-2026

Málsnúmer 202209077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 16. september sl., þar sem kjörnefnd kynnir tillögur sínar fyrir Landsþing Sambandsins að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir tímabilið 2022-2026.

Fyrir Norðausturkjördæmi er Freyr Antonsson - Dalvíkurbyggð, og Jón Björn Hákonarsson - Fjarðabyggð, tilnefndir sem aðalfulltrúar og Hafrún Olgeirsdóttir - Norðurþingi, og Sunna Hlín Jóhannesdóttir - Akureyrarbæ, tilnefndar sem varafulltrúar.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Flokkun Eyjafjörður ehf.; Aðalfundur Flokkunar 2022

Málsnúmer 202209088Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Flokkunar Eyjafjörður ehf. sem fram fór 20. september sl.
Lögð fram til kynningar og vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

12.Frá forsætisráðuneytinu; Boð um þátttöku í samráði Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Málsnúmer 202209086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 19. september 2022, þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 164/2022, drög að upplýsingastefnu stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 9. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 202206001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara, dagsettur þann 21. september sl., þar sem kynnt er sameiginleg áskorun til stjórnvalds og þess óskað að fjallað verði um erindið á fundi sveitarstjórnar. Skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.Til skemmri tíma þurfa sveitarstjórnir að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og -gjalda til að sporna gegn sjálfvirkum
hækkunum álagna. Til lengri tíma þurfa ríki og sveitarfélög að ná saman um leiðir til að breyta óskiljanlegu og ósanngjörnu kerfi þar sem skattlagning fólks og fyrirtækja eltir sveiflur í eignaverði.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:25.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs