Frá Björgunarbátasjóð Norðurlands; Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209090

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1039. fundur - 27.09.2022

Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri.

Byggðaráð - 1058. fundur - 09.02.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40.

Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri."

Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40. Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri." Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 árið 2023 vegna styrks frá sveitarfélaginu vegna stuðnings við nýtt björgunarskip sem og drög að samningi um framlag sveitarfélagsins vegna áranna 2023 og 2024.

Byggðaráð - 1059. fundur - 23.02.2023

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40. Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri. Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024.Niðurstaða:Til máls tók: Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 árið 2023 vegna styrks frá sveitarfélaginu vegna stuðnings við nýtt björgunarskip sem og drög að samningi um framlag sveitarfélagsins vegna áranna 2023 og 2024."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 17. febrúar 2023, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810-9146 vegna ofangreinds styrkt frá Dalvíkurbyggð. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, kt. 460697-2719 um styrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi fyrir árin 2023 og 2024.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.500.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar árin 2023 og 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 17. febrúar 2023, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810-9146 vegna ofangreinds styrks frá Dalvíkurbyggð. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, kt. 460697-2719 um styrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi fyrir árin 2023 og 2024.
Niðurstaða:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.500.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar árin 2023 og 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.500.000 á deild 07810, lykil 9146, vegna styrks frá Dalvíkurbyggð vegna kaupa á nýju björgunarskipi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samnkomulagi um styrk Dalvíkurbyggðar til Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar fyrir árin 2023 og 2024.