Frá Katrínu Sigurjónsdóttur; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202207026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1033. fundur - 14.07.2022

Tekið fyrir erindi frá Katrínu Sigurjónsdóttur, dagsett þann 11. júlí 2022, þar sem hún óskar lausnar sem kjörinn fulltrúi:

"Í lok síðustu viku var mér boðin staða sveitarstjóra Norðurþings sem ég þáði. Á næstu dögum verður gengið frá ráðningu minni og er stefnt á að ég hefji störf í ágúst.

Þar sem um augljósa skörun og hagsmunaárekstra er að ræða milli sveitarfélaganna í atvinnumálum segi ég mig nú þegar frá störfum sem kjörinn fulltrúi og sveitarstjórnarmaður B-lista í Dalvíkurbyggð."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Katrínu Sigurjónsdóttur lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi Dalvíkurbyggðar og þakkar henni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.