Frá sveitarstjóra; Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 982. fundur - 15.04.2021

Á 334. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. mars sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Á sama fundi var staðfest ráðning Helgu Írisar Ingólfsdóttur í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur tillaga frá byggðaráði um að starfsheiti starfsmannsins verði skipulags- og tæknifulltrúi.

Sveitarstjóri óskaði eftir viðræðum við Fjallabyggð um möguleika á samstarfi á milli sveitarfélaganna um verkefni byggingarfulltrúa.

Á 691. fundi byggðaráðs Fjallabyggðar þann 13. apríl sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á. 334. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. mars sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Á sama fundi var staðfest ráðning Helgu Írisar Ingólfsdóttur í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur tillaga frá byggðaráði um að starfsheiti starfsmannsins verði skipulags- og tæknifulltrúi.

Sveitarstjóri óskaði eftir viðræðum við Fjallabyggð um möguleika á samstarfi á milli sveitarfélaganna um verkefni byggingarfulltrúa.

Á 691. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 13. apríl sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar umræður um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa við önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 990. fundur - 01.07.2021

Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála. Rætt um samstarfsmöguleika við nágrannasveitarfélögin eða að leysa málin með aðkeyptri þjónustu en núverandi byggingarfulltrúi mun hætta störfum hjá sveitarfélaginu um miðjan júlí.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram með nágrannasveitarfélögunum en einnig að leita tilboða hjá fyrirtækjum um aðkeypta þjónustu um verkefni byggingarfulltrúa.

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Sveitarstjóri greinir frá stöðu viðræðna við nágrannasveitarfélögin um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa. Fyrir liggur vilji hjá stjórn SBE bs um að Dalvíkurbyggð verði aðili að byggðasamlaginu með málefni skipulags- og byggingarmála.

Sveitarstjóri lagði einnig fram tilboð sem borist hafa í aðkeypta þjónustu um störf byggingarfulltrúa:
Frá EFLU
Frá Verkís
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera tímabundinn samning við Verkís um störf byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Verkís.