Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík.
Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið.

Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík. Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið. Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi.Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn feli byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 990. fundur - 01.07.2021

Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. júní tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni og fól byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

Þessum dagskrárlið er frestað til næsta fundar að ósk Vegagerðarinnar vegna óvænts álags út af vatnavöxtum í umdæminu.

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gunnar Helgi Guðmundsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra, og Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur, í gegnum TEAMS, kl. 14:30.

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík. Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið. Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn feli byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið. "

Til umræðu ofangreint og hugmyndir að kostnaðarskiptingu.

Gunnar Helgi og Heimir viku af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram; ræða við húseigendur Karlsrauðatorgs 6, ræða við næstu nágranna og skoða kostnað við uppkaup, niðurrif, förgun og framkvæmdir þessu tengdu.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Vegna umleitunar Vegagerðarinnar um samstarf við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs til að auka vegsýn og bæta umferðaröryggi þjóðvegarins í gegnum Dalvík.

Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram; ræða við húseigendur Karlsrauðatorgs 6, ræða við næstu nágranna og skoða kostnað við uppkaup, niðurrif, förgun og framkvæmdir þessu tengdu."

Með fundarboði fylgdi verðmat á húseigninni frá Eignaver fasteignasölu. Einnig kynnti sveitarstjóri niðurstöður verðkönnunar vegna niðurrifs húseignarinnar og samtöl við næstu nágranna um verkið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda ekki áfram með málið miðað við þau gögn sem liggja fyrir en í deiliskipulagsvinnunni verði haldið áfram að leita leiða til að auka umferðaröryggi á svæðinu.