Frá umhverfis- og tæknisviði; ósk um framlengingu á tímabundinni ráðningu.

Málsnúmer 202012072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 972. fundur - 07.01.2021

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 29. desember 2020, um ósk um framlengingu á ráðningu tímabundins skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisvið í allt að þrjá mánuði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og felur sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2020 var samþykkt beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði vegna skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisviði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð samþykkti með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og fól sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson sat hjá.

Lagðar fram upplýsingar frá sveitarstjóra um viðauka á milli deilda. Um er að ræða flutning launaáætlunar að upphæð kr. 2.180.831 af deild 0951 og kr. 2.188.620 fari yfir á deild 09210.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021, þannig að launaáætlun deildar 09510 lækki um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækki um kr. 2.188.620 og að mismuni að upphæð kr. 7.789 verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2020 var samþykkt beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði vegna skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisviði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð samþykkti með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og fól sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson sat hjá. Lagðar fram upplýsingar frá sveitarstjóra um viðauka á milli deilda. Um er að ræða flutning launaáætlunar að upphæð kr. 2.180.831 af deild 0951 og kr. 2.188.620 fari yfir á deild 09210. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021, þannig að launaáætlun deildar 09510 lækki um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækki um kr. 2.188.620 og að mismuni að upphæð kr. 7.789 verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að launaáætlun deildar 09510 lækkar um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækkar um kr. 2.188.620. Mismunurinn að upphæð kr. 7.789 verður mætt með lækkun á handbæru fé.