Byggðaráð

934. fundur 13. febrúar 2020 kl. 13:00 - 15:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Frá Krílakoti; beiðni um launaviðauka vegna veikinda kennara

Málsnúmer 202002031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett 5. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð 2.511.876 kr og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2020, alls 2.511.876 kr, deild 04140 Krílakot vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá Dalvíkurskóla, beiðni um launaviðauka vegna langtímaveikinda

Málsnúmer 202002033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 31. janúar 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð 9.026.239 kr og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2020, alls 9.026.239 kr, deild 04210 Dalvíkurskóli vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202002036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra dagsett 11. febrúar 2020, beiðni um viðauka vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu á fjármála-og stjórnsýslusviði vegna langtímaveikinda.

Óskað er eftir 1.500.000 kr viðauka vegna þessa og er lagt til að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er svigrúm til að mæta honum innan málaflokksins.
Byggðaráð frestar erindinu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að kanna með möguleika á lengri tíma afleysingu fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið.

4.Ósk um styrk vegna veitinga á UMÍ í mars

Málsnúmer 202002035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 10. febrúar 2020, beiðni um styrk vegna veitinga í hófi sem haldið er vegna Unglingameistaramót Íslands á skíðum. Mótið fer fram á Dalvík og Ólafsfirði 12.-15. mars nk. og er hófið haldið þann 14. mars í Bergi. Von er á u.þ.b. 120 keppendum og líklega öðru eins af fararstjórum, foreldrum og þjálfurum.

Óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð bjóði upp á veitingar í hófinu eða styrki Skíðafélagið á móti kostnaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið vegna móttökunnar um 150.000kr. Færist á lið 21500-4960, risna og móttaka gesta.

5.Bréf til hluthafa Tækifæris hf.

Málsnúmer 201912019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Tækifæri hf. dagsett 4. febrúar 2020 hvar fram koma upplýsingar um hlutafjáraukningu sem staðfest var á stjórnarfundi Tækifæris þann 15. janúar 2020. Í hlutafjáraukningunni seldust allir hlutir en Dalvíkurbyggð var meðal þeirra hluthafa sem nýtti sér ekki rétt sinn til kaupa.

Nafnverðseign Dalvíkurbyggðar eftir hlutafjáraukninguna nemur 0,924% af heildarhlutafé félagsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

Málsnúmer 202001113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 30. janúar 2020 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Málsnúmer 202001112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 30. janúar 2020 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar frá 6. febrúar 2020. Með fundargerðinni fylgdu til upplýsinga drög að nýjum samstarfssamningi Almannavarnanefndar Norðurlands eystra (ALNEY) og ársreikningur 2019 sem var samþykktur á fundinum.

Undir þessum lið var einnig rætt um viðbragðsáætlun vegna Kóróna veirunnar og farið yfir stöðuskýrslur frá aðgerðastjórn.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNE, Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. 1. fundar frá 3. desember 2019, 2. fundar frá 18. desember 2019, 3. fundar frá 27. desember 2019 og 4. fundar frá 15. janúar 2020.

Einnig lögð fram til kynningar fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra frá 21. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2020.

Til umræðu m.a. 6. liður fundargerðarinnar um fjármögnun og ráðstöfunarfé Ofanflóðasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 6. lið og átelur að þau gjöld sem Ríkið hefur tekið til uppbyggingar ofanflóðavarna hafi ekki verið nýtt til slíkra uppbygginga. Enn er ólokið brýnum verkefnum á hættusvæðum, m.a. í Ólafsfjarðarmúla sem er lokaður marga daga á ári vegna snjóflóðahættu.

11.Frá Eyþingi, beiðni um aukið framlag.

Málsnúmer 202002030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett 7. febrúar 2020, beiðni um viðbótarframlag til reksturs á árinu 2020 vegna sérstakra aðstæðna og er hlutur Dalvíkurbyggðar 926.063 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 926.063, viðauki nr. 6/2020. Viðaukinn kemur til hækkunar á framlögum til landshlutasamtaka, deild 21800-9145 og til lækkunar á handbæru fé þar sem ekki er svigrúm innan málaflokksins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri