Ósk um styrk vegna veitinga á UMÍ í mars

Málsnúmer 202002035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 934. fundur - 13.02.2020

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 10. febrúar 2020, beiðni um styrk vegna veitinga í hófi sem haldið er vegna Unglingameistaramót Íslands á skíðum. Mótið fer fram á Dalvík og Ólafsfirði 12.-15. mars nk. og er hófið haldið þann 14. mars í Bergi. Von er á u.þ.b. 120 keppendum og líklega öðru eins af fararstjórum, foreldrum og þjálfurum.

Óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð bjóði upp á veitingar í hófinu eða styrki Skíðafélagið á móti kostnaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið vegna móttökunnar um 150.000kr. Færist á lið 21500-4960, risna og móttaka gesta.