Skönnun opinberra vefja

Málsnúmer 202011063

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 58. fundur - 12.11.2020

Annað hvert ár fer fram úttekt á opinberum vefjum og er verkefnið framkvæmt af stafrænu Íslandi sem er á vegum stjórnarráðs Íslands.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur móttekið fyrstu úttekt af tveimur og er sveitarfélaginu gefinn kostur á úrbótum fyrir 1. desember nk. en þá fer lokaúttekt fram.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 59. fundur - 02.12.2020

Farið yfir stöðu mála hvað varðar verkefnið Skönnun opinberra vefja en lokaúttekt á vef var 1. desember.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti um stöðu mála en skýrsla lokaúttektar á vefnum er ekki komin.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 60. fundur - 03.02.2021

Farið yfir upplýsingar um þau gögn sem hafa borist frá Rafrænu Íslandi varðandi lokaskýrslu á vefnum en upplýsingum frá skönnuninni hefur verið mjög ábótavant þar sem ekki er hægt að fullskoða skýrsluna nema kaupa aðgang að SiteImprov.
Lagt fram til kynningar.