Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Aðalfundur Samtaka sjáv.útv.sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Með fundarboði fylgdi boð til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður með fjarfundaformi föstudaginn 30. október kl. 11:00 en samkvæmt samþykktum samtakanna skal haldinn aðalfundur í september- eða októbermánuði annað hvert ár og skal haldinn á sléttum ártölum.

Á aðalfundi fer hvert aðildarsveitarfélag með 1 atkvæði. Í þeim tilvikum þar sem þátttakendur frá einu sveitarfélagi eru fleiri þarf að liggja fyrir hver þeirra fer með atkvæði sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 59. fundur - 02.12.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð og fundargögn aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. október 2020.
Lagt fram til kynningar.