Fyrirtækjaþing 2020

Málsnúmer 202011065

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 58. fundur - 12.11.2020

Ástandið á síðustu mánuðum hefur ekki gert ráðinu kleift að halda fyrirtækjaþing og kalla aðila sem reka fyrirtæki í Dalvíkurbyggð saman á fund.

Lagt er til að halda ör-ráðstefnu í fjarfundi fyrir aðila í fyrirtækjarekstri. Hugmyndin er að halda eina slíka þann 25. nóvember nk. ef aðstæður leyfa og er undirbúningur fyrir það hafinn í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.

Á ör-ráðstefnunni yrði áhersla lögð á að fjölga og efla smáfyrirtæki í byggðalaginu með það markmiði að hækka þjónustustigið og mögulega skapa fleiri atvinnutækifæri.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 59. fundur - 02.12.2020

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir ör-ráðstefnu Dalvíkurbyggðar og SSNE sem haldin var sl. miðvikudag, 25. nóvember.

Hugmyndir um tímasetningu næstu ör-ráðstefnu ræddar og mögulegt þema.
Lagt fram til kynningar.

Ráðið leggur til að næstu ör-ráðstefnu verði beint til ungs fólks og ráðið sér fyrir sér að sú ör-ráðstefna verði haldin um mánaðarmót febrúar/mars og jafnvel fyrr ef það verður möguleiki.

Atvinnumála- og kynningarráð - 60. fundur - 03.02.2021

Rætt um fyrirhugaða ör-ráðstefna Atvinnumála- og kynningaráðs sem lagt var til að yrði beint til ungs fólks um mánaðarmótin febrúar/mars.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hafa samband við SSNE varðandi samvinnu við að halda ör-ráðstefnu eins og haldin var 25. nóvember 2020.