Varaafl fyrir dælustöðvar, tilboð

Málsnúmer 201811023

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 80. fundur - 09.11.2018

Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum.

Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi.

Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðarráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári.