Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808027

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Breyting var gerð á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar:
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018."

Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá Hafnasjóðs miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79% og breyting á launavísitölu til júní 2018 er 4,44%.
Sviðsstjóra falið að ganga frá gjaldskrá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggja hana fyrir ráðið aftur.

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019, gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018.

Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan desember 2017 sem er 632,8 stig til júlí 2018 663,4 stig eða um 4,84%.

Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.

Einnig hefur gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar verið staðfærð þannig að hún uppfylli kröfur sem framkoma í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 og reglugerð nr. 1200 frá 2014. Einnig er bent á þessa nauðsyn í bréfi til hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Veitu- og hafnaráð - 80. fundur - 09.11.2018

Til umræðu hefur verið að setja inn ákvæði um aflagjald þannig að heimilt verði að semja sérstaklega við stórnotendur að höfnum Hafnasjóðs. Slíkt ákvæði er að finna hjá nokkrum höfnum landsins.

Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að eftirfarandi setningu verði bætt við gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, Vörugjöld: 5. Fl. Aflagjald: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum ofangreinda breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi 1. janúar 2019.