Deiliskipulag í landi Laugahlíðar

Málsnúmer 201810073

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Til kynningar er skipulagslýsing dags. 19. október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal.
Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 311. fundi umhverfisráðs þann 19.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar er skipulagslýsing dags. 19október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal. Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leita umsagnar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar í Svarfaðardal hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 80. fundur - 09.11.2018

Með bréfi, sem dagsett er 31. október 2018, óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn vegna skipulagslýsingar á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.

Í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar undirritaður hér með fyrir hönd Dalvíkurbyggðar eftir umsögn þinnar stofnunar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð.

Innan skipulagssvæðissins eru átta íbúðarhús, eitt frístundahús og ein yfirbyggð sundlaug.
Skipulagssvæðið er vestan við Svarfaðardalsveg á móts við Húsabakkaskóla í landi jarðarinnar Laugahlíðar, sem er í eigu Dalvíkurbyggðar. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 16,3 ha.

Óskað er eftir að umsögnin hafi borist undirrituðum eigi síðar en 14. nóvember n.k.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.