Landfylling við Dalvíkurhöfn, útboð.

Málsnúmer 201709038

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að boðin sé út fylling efra burðarlags ofan á það efni sem upp verður dælt þegar hafnasvæðið verður dýpkað. Nauðsynlegt er að ljúka gerð útboðsgagna sem fyrst og einnig vali á verktaka til verksins eftir að útboð liggur fyrir þegar dælingu lýkur. Því er óskað eftir því að veitu- og hafnaráð gefi leyfi sitt fyrir því að framangreindur verkþáttur verði boðinn út.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið " Yfirkeyrsla á efra burðalagi á landfylling við Dalvíkurhöfn."