Dalvíkurhöfn, bygging stálþilsbakka

Málsnúmer 201708088

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Fyrir fundinum liggja drög að útboðs- og verklýsingu fyrir byggingu stálþilsbakka við Austurgarð. Reiknað er með því að útboðsgögnin verði að fullu tilbúin til útboðs um miðja næstu viku.
Óskað er heimildar til að bjóða verkið út við fyrsta hentugleika.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að verkið "Dalvíkurhöfn: Hafskipabryggja - bygging stálþilsbakka" verði boðið út þegar útboðsgögn verða tilbúin, sem áætlað er að verði um miðjan september.

Veitu- og hafnaráð - 68. fundur - 30.10.2017

Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf.

Byggðaráð - 843. fundur - 01.11.2017

Undir þessum lið mætti á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 65. fundi veitu- og hafnaráðs þann 30. október 2017 var eftirfarandi bókað:

"Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf."

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:16.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Vinna er hafin við niðurrekstur á stálþilsbakka við Austurgarð. Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. verkfundar.
Lögð fram til kynningar.