Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201709039

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Á fundinum var farið yfir tímaramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og þau atriði sem vinna þarf til þess að hægt sé að ljúka verkinu innan tilskilsins tímamarka. Einnig voru fjárhagsramma þeirra málaflokka sem heyra undir veitu- og hafnaráð kynntir.
Afgreiðslu málsins frestað til næasta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 66. fundur - 19.09.2017

Á fundinum var farið yfir starfs- og fjáhagsáætlun fyrir árið 2018 ásamt fylgigögnum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Veitu- og hafnaráð - 67. fundur - 11.10.2017

Sviðsstjóri kynnti lagfærða starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir fjárhagsárið 2018. Breytingin felst í frekari samantekt á starfssemi B- hluta fyrirtækja sem heyra undir veitu- og hafnaráð.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlaga starfsáætlun veitu- og hafnasviðs.