Fráveita Dalvíkurbyggðar, breyting á yfirfalli dælustöðvar.

Málsnúmer 201709037

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Vegna flutnings á ytri mannvirkjum Dalvíkurhafnar og stækkunar lands til norðurs er nauðsynlegt að breyta legu yfirfalls við norðurdælustöð Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Tilgangur yfirfallsins er að vera til taks þegar bilanir verða í dælubúnaði eða dælur hafa ekki undan því vatni sem inn í dælustöð kemur.

Fyrir fundinum liggur tillaga að legu lagnarinnar og er óskað leyfis að bjóða verkið út. Til fjármögnunar verkefnis er lagt til að þeim fráveituverkefnum sem stóð til að vinna að á Árskógssandi og Hauganesi á þessu ári verði frestað.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið "Yfirfall fráveitu frá norðurdælustöð" og samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun þessa árs.