Til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

Málsnúmer 201601151

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 44. fundur - 17.02.2016

Á 24. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. febrúar 2015 var eftirfarandi fært til bókar.

"Samband íslenskra sveitarfélags sendi tilkynningu um að til stæði að breyta lögum um fráveitur. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Frumvarpinu er enn fremur ætlað að skýra og styrkja gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna gagnvart viðskiptavinum þeirra."



Nú er Alþingi að óska eftir umsögn um frumvarpið. Samorka hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er inngangur umsagnarinnar hér að neðan. Til áréttingar þá er einnig fjallað um breytingar á lögum um vatnsveitur.



"Samorka er fylgjandi því að ofangreind frumvörp verði bæði samþykkt og leggur mikla áherslu á að það gerist sem fyrst, í þeim tilgangi að vatns- og fráveitur fái vissu um framtíðarstarfsumhverfi sitt, til hagsbóta fyrir veiturnar, umbjóðendur þeirra og umhverfi. Samtökin leggja auk þess til eina breytingartillögu við hvort frumvarp. Frumvörpin eru flutt samhliða, hafa verið unnin í sameininginlegum starfshópi innanríkis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytanna og eru í eðli sínu svipaðs eðlis. Því sendir Samorka inn sameiginlega umsögn um málin."
Veitu- og hafnaráð gerir umsögn Samorku að sinni og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti það með samþykkt sinni.