Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Málsnúmer 201512101

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 44. fundur - 17.02.2016

Með bréfi frá 22. desember 2015 er vakin athygli á reglugerð nr. 1201/2014 um Gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kemur að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku,meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum og að aðstaðan skal miðast við þarfir skipa er jafnan koma í höfn og hafnarstjórn er heimilt að fela þjónustuaðila með samningi umsjón og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með reglugerðinni um móttöku úrgangs og farmleifa og hefur stofnunin þegar hafið eftirlit með heimsóknum í hafnir landsins. Áætlað er að allar hafnir verði heimsóttar á næstu fimm árum.

Því er beint til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna í gjaldskrá Hafnasjóðs hafi það ekki þegar verið gert.
Ákvæði um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum er til staða í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hefur verið nú um nokkurra ára skeið.