Veitu- og hafnaráð

112. fundur 11. febrúar 2022 kl. 08:15 - 09:31 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í Upsa og í fjarfundi. Í fjarfundi sátu Monika og Bjarni.

Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri Veitna, sat fundinn undir liðum 1-6.
Rúnar Þór Ingvarsson, hafnavörður, sat fundinn undir liðum 6-11.

Farið yfir fundartíma veitu- og hafnaráðs og samþykkt að þeir yrðu framvegis síðasta föstudag í mánuði kl. 08:15.

1.Stöðumat á orkuöflun Hitaveitu Dalvíkur 2022

Málsnúmer 202202052Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fór yfir stöðu orkumála hjá Hitaveitu Dalvíkur.

Vegna fyrirspurna um orkufrekan iðnað í Dalvíkurbyggð hefur verið leitað til ÍSOR um að taka saman greinagerð um stöðu orkuöflunar í Dalvíkurbyggð.
Fyrir liggja drög að verksamningi við ÍSOR þar sem kostnaður við þessar rannsóknir og samantekt er um 2,2 miljónir króna. Á fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir um tveimur miljónum króna hjá Hitaveitu á liðum 4730 og 4391.
Eins hefur Eflu verið falið að afla gagna um umfram flutningsgetu Hitaveitu og Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Áætlaða framtíðarnotkun miðað við íbúaþróun og iðnaðarþróun og koma með tillögur að stækkun veitunnar og kostnað.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að verksamningi við ÍSOR og samstarf við Eflu um gagnaöflun.
Sviðsstjóra er falið að sækja um fjárheimild til byggðaráðs þegar endanlegt kostnaðarmat liggur fyrir.

2.Borholur Hitastiguls Skíðadal

Málsnúmer 202110070Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður hitastigulsborana í Skíðadal síðastliðið haust, greinargerð frá ÍSOR frá nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Hitastigulsboranir við Þorvaldsdal - Norðurorka

Málsnúmer 202202053Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir þátttöku Hitaveitu Dalvíkurbyggðar í rannsóknarholum í mynni Þorvaldsdals með Norðurorku og ÍSOR. Um er að ræða óþekkt svæði með tilliti til jarðhita í annars vel kortlögðu svæði Eyjafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Til kynningar afgreiðsla byggðaráðs frá 1015. fundi þann 3. febrúar 2022 varðandi Brimnesárvirkjun en Mannvit óskaði eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um styrk til fráveituframkvæmda 2022

Málsnúmer 202201129Vakta málsnúmer

Á fundinum fór sviðsstjóri yfir styrkhæfar fráveituframkvæmdir Dalvíkurbyggðar skv. 2. gr. reglugerðar um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga.
Sviðsstjóri upplýsti að Dalvíkurbyggð hefur skilað inn og sótt um endurgreiðslur vegna framkvæmda Fráveitu fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagslegt stöðumat 2021

Málsnúmer 202202054Vakta málsnúmer

Rúnar Þór Ingvarsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:50.

Með fundarboði fylgdi fjárhagslegt stöðumat Hafna og Veitna 2021.
a) Rekstur hafna og veitna 2021, án endanlegra vaxta og afskrifta.
b) Fjárfestingar og framkvæmdir hafna og veitna 2021 í samanburði við heimildir í áætlun.
Lagt fram til kynningar
Rúnar Helgi vék af fundi kl. 09:04.

7.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá föstudeginum 21. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga árið 2021 ásamt ársreikningi félagsins 2020.
Lagt fram til kynningar

9.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 65. fundi þann 28. janúar 2022.

Sjávarútvegsfundur samtakanna 2022 verður haldinn í fjarfundi þann 22. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðuna á umsóknarferlinu. Málinu miðar hægt áfram og enn er óljóst með staðsetningu tollgeymslu en það þarf að liggja fyrir áður en ráðuneytið tekur málið til afgreiðslu. Því hefur málið ekki enn verið kynnt hagsmunaaðilum en það verður gert um leið og endanleg staðsetning liggur fyrir.

Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnulífskönnun 2021

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samantekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021 og samantekt yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.

Byggðaráð samþykkti á fundi þann 27. janúar 2022 að vísa samantektinni til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:31.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri