Myndavélakerfi á Hauganeshöfn

Málsnúmer 202201045

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 111. fundur - 14.01.2022

Hafnasvæðin á Dalvík og á Árskógssandi eru búin myndavélakerfum sem talin eru nauðsynleg til að fylgjast með starfsemi hafnasvæðanna. Ekkert myndavélakerfi er hinsvegar á Hauganesi sem hefði til dæmis komið sér vel til upplýsingaöflunar þegar sjór gekk yfir sjóvarnagarðinn í haust.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kanna kostnað við uppsetningu myndavélar við Hauganesshöfn og leggja þær upplýsingar fyrir næsta fund ráðsins.