Framkvæmdir 2021

Málsnúmer 202106029

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 105. fundur - 11.06.2021

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á árinu 2021.
Lagt fram til upplýsinga.

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda hjá Veitum og Höfnum á fjárhagsáætlun ársins 2021 m.v. daginn í dag.

Mörgu er lokið en verk sem eru í gangi eða verður startað á næstu vikum eru:
Hjá Höfnum lagfæringar á bryggjukanti og skvettmúr á Árskógssandi.
Hjá Hitaveitu er að hefjast verk við jarðhitaleit í Skíðadal með borun hitastigulshola. Þá verður unnið áfram á næstu vikum að verkefni um Brimnesárvirkjun og er fyrirhugaður kynningarfundur meðal íbúa um verkefnið um mánaðarmótin.
Hjá Fráveitu er frágangur útræsa á Árskógssandi og Hauganesi í vinnslu.
Framkvæmdaverkefnum Vatnsveitu er lokið.
Lagt fram til kynningar