Beiðni um viðauka vegna gatnagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021

Málsnúmer 202106021

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri."

Sveitarstjóri kynnti á fundinum viðaukabeiðni frá framkvæmdasviði að upphæð kr. 6.700.000 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021. Kr. 4.000.000 á lið 32200-11900, kr. 700.000 á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 6.700.000, viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2021, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir.

Veitu- og hafnaráð - 105. fundur - 11.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021 og minnisblað dagsett 10.06.2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að veitu- og hafnaráði er niðursetning rotþróar og lagnavinna vegna vatnslagnar, fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við rotþró og lagnir eru um kr. 2.000.000,- og vatnslagnir kr. 700.000,-. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum erindi sviðsstjóra um lagnavinnu að Hamri.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst. Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri." Sveitarstjóri kynnti á fundinum viðaukabeiðni frá framkvæmdasviði að upphæð kr. 6.700.000 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021. Kr. 4.000.000 á lið 32200-11900, kr. 700.000 á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 6.700.000, viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2021, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2021 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri, þannig að kr. 4.000.000 fari á lið 32200-11900, kr. 700.000 fari á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606, alls kr. 6.700.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé en staðfestir bókun byggðaráðs um að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir.