Greinargerð vegna óveðurs í desember 2019.

Málsnúmer 202001060

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 92. fundur - 22.01.2020

Mikið óveður gekk yfir landið í desember, sviðsstjóri hefur tekið saman greinargerð um áhrif þess á starfsemi veitna og hafna Dalvíkurbyggðar. Einnig sagði sviðsstjóri ráðsmönnum frá þeim viðbrögðum sem gripið var til vegna þessa óvenjulega ástands sem skapaðist við þessar erfiðu aðstæður.
Veitu- og hafnarráð vill þakka starfsmönnum og öðrum aðilum sem lögðu sig alla fram við erfiðar aðstæður í óveðrinu í desember sl. Einnig leggur ráðið til að farið verði yfir hvernig best sé staðið að eftirliti og umsjón með varaafli veitna og hugsanleg kaup á minni varaaflsstöðvum. Ráðið leggur til að teknar verði upp viðræður við olíusöluaðila um birgðahald og afhendingu á olíu í þeim tilvikum þegar um rafmagnsleysi er að ræða.
Farið var yfir álag á hafnarmannvirki í Dalvíkurhöfn í óveðrinu og þær öryggisráðstafanir sem gripið var til.