Ungmennaráð

4. fundur 19. desember 2014 kl. 15:30 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Aðalmaður
  • Patrekur Óli Gústafsson Varamaður
  • Eiður Máni Júlíusson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Rætt var um hlutverk ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar og hvort núverandi útfærsla á ungmennaráðinu skili tilætluðum árangri. Til umræðu kom aðferðafræði sem Seltjarnarnes tók upp árið 2011. Þar er ekki fast ungmennaráð með nefndarmönnum, heldur eru haldin eru fjögur ungmennaþing á hverju ári þar sem allir á aldrinum 16-25 ára eru velkomnir.
Ráðið telur ekki þörf á að gera breytingar á starfsemi ungmennaráðsins, hins vegar þarf að auglýsa betur fyrir hvað ungmennaráðið stendur fyrir.
Ungmennaráð felur forstöðumanni Víkurrastar að óska eftir því að fá að kynna starfsemi ungmennaráðs fyrir unglingastigi í Dalvíkurskóla.
Ungmennaráð felur forstöðumanni Víkurrastar að útbúa Facebook síðu, sem er hugsuð til að ungmenni í Dalvíkurbyggð geti komið með hugmyndir og ábendingar til ráðsins.
Ungmennaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að óskar eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.
Ungmennaráð samþykkir að standa fyrir ungmennaþingi eigi síðar en í apríl fyrir ungmenni í Dalvíkurbyggð, þar sem öllum ungmennum á aldrinum 14-20 ára verður boðin þátttaka. Þar verði kynnt starfsemi og tilgangur ungmennaráðs sem og önnur málefni sem ungmennaráð telur þörf á að ræða.

2.Lagfæringar á leiksvæðum eftir óveður

Málsnúmer 201412079Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur áherslu á að hugað verði vel að skemmdum sem orðið hafa á leiksvæðum Dalvíkurbyggðar eftir óveður undanfarna daga og vikur og skemmdir verði lagfærðar strax í vor. Einnig að hugað verði að því að endurbæta leikvelli almennt og ekki síst á Árskógströnd og Hauganesi.

3.Félagsstarf ungmennahúss veturinn 2014/15

Málsnúmer 201410138Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Víkurrastar ræddi þá viðburði sem hafa verið í vetur og það sem framundan er. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og fagnar ungmennaráð því að hversu fjölbreytt starfið hefur verið og leggur til að svo verði áfram. Ungmennaráð leggur til að í vetur verði haldinn a.m.k. einn sameiginlegur viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 14-20 ára.

4.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 201412134Vakta málsnúmer

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015 fer fram dagana 25.-27. mars á Hótel Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar er; Margur verður að aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Ungmennaráð UMFÍ á veg og vanda að ráðstefnunni og hefur þegar hafið undirbúning að fullum krafti. Ráðstefnan er árlegur viðburður á vegum Ungmennaráðs UMFÍ en umfjöllunarefnið er breytilegt frá ári til árs, ávallt er þó fjallað um málefni sem snerta ungmenni.
Það er einlæg ósk ungmennaráðs UMFÍ að öll sveitarfélög á landinu og félagasamtök sem hafa ungmennaráð á sínum vegum sendi fulltrúa til ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna munu berast í janúar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Aðalmaður
  • Patrekur Óli Gústafsson Varamaður
  • Eiður Máni Júlíusson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar