Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 201412134

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 4. fundur - 19.12.2014

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015 fer fram dagana 25.-27. mars á Hótel Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar er; Margur verður að aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Ungmennaráð UMFÍ á veg og vanda að ráðstefnunni og hefur þegar hafið undirbúning að fullum krafti. Ráðstefnan er árlegur viðburður á vegum Ungmennaráðs UMFÍ en umfjöllunarefnið er breytilegt frá ári til árs, ávallt er þó fjallað um málefni sem snerta ungmenni.
Það er einlæg ósk ungmennaráðs UMFÍ að öll sveitarfélög á landinu og félagasamtök sem hafa ungmennaráð á sínum vegum sendi fulltrúa til ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna munu berast í janúar.
Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð - 7. fundur - 30.04.2015

Ungmennaráð samþykkir að bæta þessu máli við áður auglýst dagskrá.

Hera Margrét Guðmundsdóttir, og Hugrún Lind Bjarnadóttir gerðu grein fyrir þátttöku á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Viktor Már Jónasson fylgdi þeim á ráðstefnuna.