Félagsstarf ungmennahúss veturinn 2014/15

Málsnúmer 201410138

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 3. fundur - 16.10.2014

Lögð voru fram drög að dagskrá fyrir félagsstarf 16-20 ára í Víkurröst. Mæting hefur verið minni en á síðasta ári. Ungmennaráð telur dagskrána mjög flotta og höfða til beggja kynja og ólíkra hópa. Ræddar voru hugmyndir af því hvað hægt væri að gera til að fjölga notendum starfseminnar. Nemendur sem stunda nám í Menntaskólanum á Tröllaskaga og eru búsett á Dalvík eru líklegri til að mæta en þeir sem eru í skóla á Akureyri.
Ráðið telur starfið mjög mikilvægt og vill sjá það dafna enn frekar. Ráðið beinir því til forstöðumanns að skoða að nýta sér starfsemi Samfés á vettvangi ungmennahúsa.

Ungmennaráð - 4. fundur - 19.12.2014

Forstöðumaður Víkurrastar ræddi þá viðburði sem hafa verið í vetur og það sem framundan er. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og fagnar ungmennaráð því að hversu fjölbreytt starfið hefur verið og leggur til að svo verði áfram. Ungmennaráð leggur til að í vetur verði haldinn a.m.k. einn sameiginlegur viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 14-20 ára.