Ábendingtillaga vegna öryggis vegfarenda

Málsnúmer 202301079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6. fundur - 03.02.2023

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að í nýendurskoðuðum snjómokstursreglum er lögð áhersla á mokstur á göngustíg við Svarfaðarbraut. Ráðið leggur til að tekið verður tillit til umræddra athugasemda við uppfærslu á umferðaöryggisáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fræðsluráð - 279. fundur - 08.02.2023

Tekið fyrir bréf frá Gunnari Njáli Gunnarssyni, dags. 16.01.2023. Það er ábendingartillaga vegna öryggis vegfarenda í Svarfaðarbraut.
Fræðsluráð, tekur undir áhyggjur almennt varðandi hraðakstur í Dalvíkurbyggð.

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík. Eftirfarandi var bókað á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráði:
"Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að í nýendurskoðuðum snjómokstursreglum er lögð áhersla á mokstur á göngustíg við Svarfaðarbraut. Ráðið leggur til að tekið verði tillit til umræddra athugasemda við uppfærslu á umferðaöryggisáætlun sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð tekur undir bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Ungmennaráð - 38. fundur - 21.02.2023

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Ungmennaráð tekur undir áhyggjur af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík. Mikilvægt er að gera gangbraut við göngustíginn í Hjarðarslóð. Einnig er mikilvægt að hætt verði að skilja snjó eftir á gangstétt til lengri tíma þar sem það skerðir útsýni ökumanna. Þá á slík snjósöfnum ekki eingöngu við um Svarfaðarbrautina.