17. júní 2020

Málsnúmer 202005060

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 28. fundur - 12.05.2020

Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hjá Dalvíkurbyggðar sat undir þessum lið.
Ungmennaráð leggur til að hátíðarhöldum á 17. júní verði frestað og fjármagn sem áætlað er til hátíðarhaldanna verði notað seinna í sumar til að búa til skemmtun fyrir börn og ungmenni. Ráðið leggur til að reynt verði að hafa fjallkonu og hátíðarræðu með rafrænum hætti.
Íris vék af fundi kl. 14:10

Menningarráð - 79. fundur - 18.05.2020

Gísli Rúnar Gylfason íþrótta - og æskulýðsfulltrúi kemur inn á fund undir næsta lið kl. 10:46
Umræður og ákvarðanataka um hátíðarhöld á 17. júní 2020.
Menningarráð samþykkir að hefðbundin hátíðarhöld á 17. júni falli niður í ljósi aðstæðna árið 2020.
Gísli Rúnar Gylfason fór af fundi kl. 11:08