Bílastæði og sorpmál- Karlsrauðatorgi 4 ( Höfn).

Málsnúmer 201808078

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 309. fundur - 03.09.2018

Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2018 óskar Kristján Vigfússon eftir samráði við sveitarfélagið vegna bílastæða og sorpmála við Karlsrauðatorg 4 (Höfn).
Umhverfiráð leggur til að bréfritara verði boðin til leigu allt að 200 m2 spilda austan Karlsrauðatorgs 4 við lóðarmörk þar sem koma má fyrir bæði bílastæðum og sorpílátum.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að senda bréfritara tillögu að lóðarmörkum.
Ráðið hefur ekki hug á að breyta eignarhaldi lóðarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.