Lagning 11kV jarðstrengs að hafnarsvæði Dalvíkur

Málsnúmer 201809005

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 309. fundur - 03.09.2018

Með innsendu erindi dags. 30. ágúst 2018 óskar Steingrímur Jónsson fyrir hönd RARIK eftir leyfi til lagningar á 11kv jarðstreng í landi sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21
til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Á 309. fundi umhverfisráðs þann 3. september var eftirfandi bókað:
"Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu."
Til kynningar ný tillaga frá RARIK dags. 6. septeber 2018
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi miðað við breytta legu strengjanna, en ráðið leggur áherslu á að umsagnir frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, veiðifélagi Svarfaðardalsár og Vegagerðarinnar liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.