Umsókn um breytingu á tegund húsnæðis

Málsnúmer 201808092

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 309. fundur - 03.09.2018

Til umræðu innsend fyrirspurn frá Jóni Emil Árnassyni fyrir hönd Bræðranna Árnasynir dags. 29. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir breyttri notkun á sumarhúsinu Holti í íbúðarhús.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna breytingu þar sem ekki er um nýbyggingu að ræða.
Almennt er stefnan sú í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar að stefna að hagkvæmu byggðamynstri og stýra íbúðarbyggð inn í núverandi þéttbýlisstaði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.