Umhverfisráð

233. fundur 05. desember 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
  • Baldur Snorrason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2012

Málsnúmer 201210071Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2012. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið 314.39kr/m3 húss. Heildarkostnaður er um kr. 3.800.000,-.
Umhverfisráð samþykkir framlagðan útreikning og verður greiðsla framkvæmd þegar bæjarstjórn hefur staðfest þessa afgreiðslu.

2.Gjaldskrá sorphirðu fyrir Dalvíkurbyggð árið 2013.

Málsnúmer 201211062Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2013. Þær breytingar eru helstar að gert er ráð fyrir að gefa þeim aðilum sem eru í búrekstri kost á að nýta sér þá þjónustu sem Dalvíkurbyggð veitir og að innheimta sérstakt úrvinnslugjald vegna förgunar á dýraleifum.
Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

3.Endurnýjun á styrktarsamningi

Málsnúmer 201203021Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar hefur verið endurskoðun á samningi við Björgunarveitina á Dalvík. Fyrir fundinum liggja samningsdrög sem byggjast á viðræðum á milli fulltrúa Björgunarsveitarinnar annars vegar og Dalvíkurbyggðar hinns vegar. Samningadrögin taka mið af fjárhagsáætlun 2013.
Umhverrfisráð samþykkir fyrir sitt leyti samninginn eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum og vísar honum til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

4.Svæðisskipulag, lýsing 2011 - 2023.

Málsnúmer 201111083Vakta málsnúmer

Svæðsisskipulag Eyjafjarðar hefur verið í vinnslu nú um tíma og er nú komið að kynningarferli skipulagsins. Byggingarfulltrúi kynnti fyrir ráðsmönnum drög að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar en stefnt er að því að kynningar verði á því 9. og 10. janúar n.k.
Umræður urðu um svæðisskipulagið og gerði formaður ráðsins og byggingarfulltrúi grein fyrir vinnunni sem er framundan.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús í landi Ytri-Haga, Árskógsströnd.

Málsnúmer 201212005Vakta málsnúmer

Gunnar Leifsson, k.t. 131288-4259, óskar leyfis að byggja einbýlishús samkvæmt framlögðum byggingarnefndarteikningum sem unnar eru af Hauki Haraldssyni, byggingartæknifræðingi.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar byggingarnefndarteikningar og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt. Umhverfisráð getur ekki samþykkt vegtengingu við þjóðveg 82 en bendir á að eðlilegt er að samnýta heimreið að Syðri-Haga.

6.Starfslýsing sviðstjóra

Málsnúmer 201212009Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti drög að starfslýsingu fyrir sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
  • Baldur Snorrason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs