Starfslýsing sviðstjóra

Málsnúmer 201212009

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 233. fundur - 05.12.2012

Bæjarstjóri kynnti drög að starfslýsingu fyrir sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar

Landbúnaðarráð - 78. fundur - 05.12.2012

Bæjarstjóri kynnti drög að starfslýsingu sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 649. fundur - 06.12.2012

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að starfslýsingu sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. desember 2012.

Til umræðu hvernig standa á að auglýsingu á ofangreindu starfi og ráðningarferli.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði ráðgjafar ráðningarstofu hvað varðar auglýsingu og ráðningu í ofangreint starf.  Bæjarstjóra falið leita til ráðningarstofu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 650. fundur - 13.12.2012

Á 649. fundi bæjarráðs þann 6. desember s.l. voru til umfjöllunar drög að starfslýsingu sviðstjóra umhverfis- og tæknisvið sem og hvort leita eigi ráðgjafar ráðningarstofu.

Til umræðu voru efnisþættir í ofangreindum drögum að starfslýsingu.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 657. fundur - 22.02.2013

Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs var til og með 20. janúar 2013.
Alls bárust 26 umsóknir um starfið.
Hagvangur, ráðningarstofa, var fengin til þess að vera Dalvíkurbyggð innan handar í ráðningarferlinu.

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir úrvinnslu umsókna.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að Börkur Þór Ottósson, byggingafræðingur,  verði ráðinn í starf sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.