Umhverfisráð

270. fundur 02. október 2015 kl. 09:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Ásdís Svanborg Jónasdóttir

1.Ræsi í Brimnesá

Málsnúmer 201509027Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmd við ræsi yfir Brimnesá og fjármögnun verkefnisins.
Umhverfisráð leggur til að kr. 3.100.000 verði fluttar af 32-200-11900 til kaupa á ræsisrörum í verkefnið. Áætlað er að hafist verði handa við verkefnið snemma árs 2016.

2.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.

Málsnúmer 201509148Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Umhverfiráð telur ekki sérstaka ástæðu til að gera athugasemdir við landsskipulagsstefnuna.

3.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál

Málsnúmer 201509157Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu.
Umhverfiráð telur ekki sérstaka ástæðu til að gera athugasemdir við þingsályktunina.

4.Samningur um sorphirðu 2015

Málsnúmer 201509093Vakta málsnúmer

Til kynningar undirritaður sorphirðusamningur við Gámaþjónustu Norðurlands.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.

5.Útboð á sorphirðu 2015

Málsnúmer 201501055Vakta málsnúmer

Til umræðu útboðsgögn vegna sorphirðu 2015.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útboðsgögnin. Ráðið felur sviðsstjóra að kanna vinnutíma verktaka út frá nýjum samningi.

6.Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnalýsing

Málsnúmer 201509152Vakta málsnúmer

Til kynningar verkefnalýsing frá Forsætisráðuneytinu vegna eigendalýsingar fyrir þjóðlendur.
Umhverfiráð telur ekki sérstaka ástæðu til að gera athugasemdir við verkefnislýsinguna.

7.Brunavarnaráætlun 2015

Málsnúmer 201509125Vakta málsnúmer

Til staðfestingar brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

8.Móttaka sorps á gámasvæði

Málsnúmer 201402132Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á gámasvæði og gámastæðum austan svæðisins.
Umhverfisráð leggur til að kr. 1.100.000 verði fluttar af 32-200-11900.
Þorsteinn K Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafna kom á fundinn kl. 10:50

9.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Til kynningar deiliskipulag ásamt greinargerð vegna deiliskipulags Dalvíkurhafnar.
Umhverfisráð hefur kynnt sér drögin og bendir á að lóðarmörk Ránarbrautar 4b að austan verði samsíða byggingarreit Ránarbrautar 2b. Ráðið óskar eftir að settur verði inn byggingarreitur á lóð fyrir bílastæði og þjónustu fyrir ferju. Ráðið gerir athugasemdir við mörk skipulagssvæðisins til austurs og leggur til að reitir 1.18, 1.19 og 1.20 verði felldir út ásamt lóð nr. 18 á reit 1.21.

Ráðið bendir einnig á að mörk hafnarsvæðisins vantar á uppdráttinn.



Þorsteinn K Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafna vék af fundi kl. 11:05

10.Gjaldskrár umhverfis og tæknisvið 2016

Málsnúmer 201509077Vakta málsnúmer

Til endurskoðunar tillaga að gjaldskrá sorphirðu
Ráðið samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu 2016 þar sem lagt er til að sorphirðugjald verði kr 34.638 sem er um 8% hækkun frá fyrra ári.
Karl Ingi Atlason getur ekki fallist á hækkun á móttöku og förgun dýrahræja þar sem innheimta í öðrum sveitarfélögum er verlulega lægri.
Kristín Dögg Jónsdóttir vék af fundi 11:47

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs