Umhverfisráð

282. fundur 20. september 2016 kl. 20:00 - 23:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum

Málsnúmer 201608109Vakta málsnúmer

Til kynningar Skýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum
Lagt fram til kynningar.

2.Opið svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar ( gæsluvöllur ).

Málsnúmer 201604142Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðara breytinga á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar verkefninu til 11410-4396.

Ráðið leggur áherslu á að breytingar á svæðinu verði framkvæmdar í samráði við nærliggjandi lóðarhafa.

Samþykkt með fimm atkvæðum

3.Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609081Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám 2017.
Umhverfisráð leggur til framlagðar breytingar á gjaldskrám og felur sviðsstjóra að færa inn texta vegna tengingar við vísitölu samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609080Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar tillögur með þeim breytingum sem ráðið hefur gert.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis kl. 22:55
Karl Ingi Atlason situr hjá

5.Trausti Þorsteinsson; vegna fjárhagsáætlunargerðar 2017. Vegur að Framnesi

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.

Á 281. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað.
Umhverfisráð samþykkir að gerðar verði lagfæringar á veginum að Framnesi og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

Samþykkið er gert með fyrirvara um að legu veganna á svæðinu verði ekki breytt í tengslum við umferðaöryggisáætlun.

Samþykkt með þremur atkvæðum

Guðrún Anna Óskarsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 23:12

Fundi slitið - kl. 23:15.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs