Umhverfisráð

231. fundur 17. október 2012 kl. 16:15 - 19:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
 • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Varðar aðgengismál í Sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203023Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins vor mættir fulltrúar í aðgengishóp sem fylgdu eftir skýrslu sem kynnt var á fundir ráðsins í mars sl.
Eyrún Rafnsdóttir kynnti fyrir ráðsmönnum Þingsályktum um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Fram kom í máli hennar að framkvæmdaáætlun um úrbætur þarf að liggja fyrir árslok 2013. Eyrún vék af fundi
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að framkvæma úttekt á aðgengismálum með vísan til þeirrar skýrslu sem aðgengishópurinn skilaði frá sér í mars. sl.

2.Heljuskáli, ósk um styrkveitingu 2012

Málsnúmer 201209096Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er í september 2012, er óskað eftir styrk til byggja skála á Heljadalsheiði. Áætlað að taka hann í notkun í lok ágúst 2013.
Umhverfisráð telur að styrkbeiðni sem þessi eigi heima hjá bæjarráði og vísa ráðið því framangreindu erindi þangað.

3.Vatnstjón að Flæðavegi 2, 3. október 2012

Málsnúmer 201210018Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 4. október 2012, hefur Antomina Kuznecova falið Júlíusi Snorrasyni að kanna bótarétt vegan vatns sem flæddi í húsið þann 3. október sl. Rétt þykir einnig að það komi fram að veitustjóri hefur einnig rætt við húsráðendur.
Veitustjóri upplýsti ráðið um gang málsins og mun kynna fyrir ráðinu verði breytingar á niðurstöðu þess.

4.Drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga

Málsnúmer 201209017Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 3 september 2012, óskar umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir aumsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga.
Umsagnafrestur er liðinn.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201210042Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 19. september 2012, leggur Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, f.h. Ólafar Eldjárn, fram byggingarnefndarteikningar af frístundahúsi. Gert er ráð fyrir því að frístundahúsið verði reist í landi Gullbringu.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.

6.Skíðadalsvegur, framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 201202065Vakta málsnúmer

Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerð ríkisins sækir um leyfi til efnistöku úr landi Hofsár, Svarfaðardal. Um er að ræða um 40.000 m3 og mun frágangur á landi eftir efnistöku vera í samráði við landeiganda. Leyfi landeiganda liggur fyrir.
Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmdaleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
 • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs